Fótbolti

Lyon í úr­slit Meistara­deildar Evrópu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Lyon fagnar.
Lyon fagnar. @DAZNWFootball

Franska stórliðið Lyon er komið í úrslit Meistaradeildar Evrópu kvenna í knattspyrnu eftir sigur á París Saint-Germain í undanúrslitum. Lyon mætir Barcelona í úrslitaleiknum sem fram fer Estadio San Mamés-vellinum í Bilbao á Spáni þann 25. maí næstkomandi.

Lyon var 3-2 yfir eftir fyrri leik liðanna og því má segja að brekka Parísarliðsins hafi verið orðin nánast of brött strax á þriðju mínútu þegar Selma Bacha kom Lyon yfir með frábæru skoti eftir sendingu Daelle Melchie Dumornay.

Undir lok fyrri hálfleiks jöfnuðu PSG metin þökk sé marki Tabitha Chawinga eftir sendingu Marie-Antoinette Katoto. Staðan 1-1 í hálfleik og einvígið því enn galopið þegar síðari hálfleikur hófst.

Þar reyndist Lyon sterkari aðilinn en Daelle Dumornay annað mark Lyon á 81. mínútu eftir sendingu Amel Majri, reyndist það sigurmark leiksins. Lokatölur 2-1 Lyon í vil sem vann einvígið 5-3 og er komið í úrslit Meistaradeildarinnar enn á ný.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×